SAGA2BR05 - Heimssaga. Rómanska Ameríka

Stutt lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum verður fjallað um ýmsa þætti menningarsögu Rómönsku Ameríku síðustu 500 ár: frumbyggjar og landvinningarmenn Evrópu, drepsóttir og nytjavörur, nýlenduveldi Spánar og sjálfstæðisbaráttan, byltingar og einræðisherrar á 20 öld, fíkniefnastríðið og önnur samfélagsvandamál.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Aztekar og Inkar, Cortés og Pizarro, kaþólsk trú og „sinkretismi“, Caudillo og Simón Bolívar, „Bakgarður Bandaríkjanna“, Frida Kahlo og Eva Perón, byltingin á Kúbu, „Narcos“.

Námsmat:

Verkefni, tímapróf og ritgerð.