NORS2BB05 - Norska 2

Stutt lýsing á áfanganum:

Nemendur eru þjálfaðir áfram í ritun, lestri, gagnrýnni hugsun og rökræðu. Farið verður dýpra í ritun ólíkra texta. Áfram er lögð áhersla á að byggja upp virkan og óvirkan orðaforða nemenda, með lestri og samtali. Lestur styttri bókmennta-og nytjatexta á norsku, áframhaldandi undirstöðuþjálfun í bókmennta- og textagreiningu er einnig hluti af þessum áfanga, en auk þess velja nemendur sér texta til greiningar: 2-3 ljóð, 2-3 smásögur, skáldsögu eða leikrit. Heimalestur er afar mikilvægur!

Námsmat:

 Byggist námsmatið á vinnuframlagi nemenda á önninni: heimalestri/undirbúningi, virkri þátttöku í tímum, skriflegum verkefnum, hlutaprófum og lokaprófi.