MYNL3BM05 - Málun

Stutt lýsing á efni áfangans:

Markmið áfangans er að mála og skoða hvernig hægt er að tjá sig með akrýllitum á mismunandi vegu. Markmið a fangans er einnig að auka menningarlæsi og menningarupplifun.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Litahringur, litablöndun, myndbygging, hugmyndavinna, þrívídd í málverki, litanotkun, litasamsetningar, forgrunnur, miðgrunnur og bakgrunnur, ljós og skuggar, áferð, rannsóknarvinna, sjálfstæð vinna nemanda.

Námsmat:

Leiðsagnarmat og símat í kennslustundum yfir önnina og skrifleg endurgjöf frá kennara fyrir rannsóknarverkefni. Í lok áfanga eru verklegar æfingar nemanda metnar til einkunna.