LÍKA2BL01 - Lyftingar og þrek

Staða áfanga:

Áfanginn er valáfangi í kjarna á öllum brautum.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Áfanginn inniheldur eingöngu verklegt nám í lyftingarými íþróttahúss MH. Unnið er með styrktarþjálfun í tækjum, með lausum lóðum og eigin líkamsþyngd. Auk þess er unnið með úthaldsþjálfun á hjóli, bretti, róðravél og skíðavél. Æfing dagsins er á töflu í lyftingasal (upphitun, æfingar og teygjur) en nemendum gefst einnig kostur á að fylgja eigin lyftingaáætlun eða áætlun frá þjálfara sínum. Gera þarf grein fyrir þeirri æfingaáætlun.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Hreyfing, þol, styrkur, liðleiki, snerpa, tækni, sjálfstæð vinnubrögð.

Námsmat:

  1. Mæting gildir 70%
  2. Ástundun og kennaraeinkunn 30%.

Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum námsmatsþáttunum til að standast áfangann.

Við mat á ástundun og kennaraeinkunn er tekið tillit til framfara, framkomu, vinnu og virkni í tímum

og hvort nemendur hafa lagt sig fram um að bæta form sitt og líkamsástand.