KÓR2AS02 - Kórsöngur að hausti

Stutt lýsing á áfanganum:

Í áfanganum er mælst til þess að nemandi læri utanbókar að jafnaði fimmtán kórverk, þar af að lágmarki tíu íslensk kórverk.

Námsmat:
Raunmæting 70%
Þátttaka í æfingabúðum að hausti í Reykjavík 10%*
Þátttaka í viðburði: Tónleikar 10%*
Þátttaka í viðburði: Foreldrakynning 10%

*Ef utanaðkomandi viðburður liggur fyrir tiltekna önn, til að mynda þátttaka í viðburði með
Sinfóníuhjómsveit Íslands, þá gæti þátttaka þess viðburðar vegið annað hvort í stað æfingabúða
eða tónleika. Tilkynnt verður um námsmat hvers áfanga í upphafi annar.
Raddstjórar skrá niður mætingu hvers nemanda og skila þeirri skráningu einu sinni í viku til
kórstjóra, sem skráir hana jafnóðum niður í kerfi skólans. Mælst er til þess að nemandi sé
viðstaddur alla kennslustundina. Fari svo að nemandi þurfi að hverfa frá fyrr ber honum að láta
raddstjóra sinnar raddar vita. Raunmæting niður fyrir 70% undir lok áfanga jafngildir falli. Ef
raunmæting nemanda er komin niður fyrir 60% þegar komið er að viðburði eða æfingabúðum er
kórstjóra heimilt að meina honum þátttöku. Ef nemandi sýnir af sér ósæmilega hegðun semkemur
í veg fyrir vinnufrið áfangans er kórstjóra, í samráði við raddstjóra og áfangastjóra, heimilt að
meina nemanda áframhaldandi þátttöku í áfanganum. Nemandi hefur þá þegar fengið skriflega
áminningu um ósæmilega hegðun.

Kennslustundafjöldi:

Tvær tveggja klukkustunda kennslustundir á viku. Að auki gætu viðburðir
innihaldið aukaæfingar sem eru ígildi hálfrar æfingar á hefðbundnum tíma. Á prófatíma eru að
auki skipulagðar fáeinar aukaæfingar fyrir útskift.

Skilyrði:

Inntökupróf í upphafi áfanga hafi nemandi ekki lokið áfanganum Kórsöngur að vori. Allir
nemendur sem lokið hafa áfanganum Kórsöngur að hausti fara sjálkrafa á vorönn í Kórsöngur að vori.