JARÐ3CS05 - Jarðsaga og jarðlagafræði

Staða áfanga:

Áfanginn er valáfangi á öllum brautum.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Áfanginn fjallar um myndun og þróun jarðar frá upphafi til okkar daga. Saga jarðskorpu, lofthjúps, hafa og lífs er rakin og gerð er grein fyrir því hvernig lesa má jarðsöguna úr jarðlögum. Jarðsaga Íslands er rakin og fjallað um sérstakar jarðlagaraðir og steingervinga.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Túlkun jarðlaga: steingervingar, jarðlagafræði og eyður, afstæður aldur jarðlaga, raunaldur jarðlaga, segultímatal, jarðsögutaflan.

Almenn jarðsaga: forkambríum, forn-, mið- og nýlífsöld, tímabil innan alda, þróun meginlanda, fellingabyltingar og alálfur, þróun lofthjúps, hafa, lífs og útdauðar.

Jarðsaga Íslands: upphaf Íslands, rekbeltafærslur, jarðlög frá tertíer, kvarter og nútíma, Tjörneslögin, loftslag, steingervinga og gróðurfar.

Námsmat:

Áfanginn er símatsáfangi. Áfangapróf, verkefni og ástundun eru metin til lokaeinkunnar.