ÍSLE3CY03 - Yndislestur

Stutt lýsing á áfanganum:  

Megináhersla er lögð á upplifun og skilning, að nemendur lesi sér til ánægju. Hver nemandi velur sér verk af bókalista eða í samráði við kennara. Að loknum lestri hvers verks gerir nemandi kennara grein fyrir því sem hún/hann hefur lesið í viðtali.

Námsmat:

Námsmat byggir á viðtölunum við kennara.