HEIM2AS05 - Siðfræði

Stutt lýsing á áfanganum:

Siðfræði kemur öllum við því hún fæst við að svara spurningum eins og: Hvernig á ég
að haga lífi mínu? Hvernig leysum við deilur? Hvað hefur gildi? Hvað er rétt og hvað
er rangt? Hvar endar ábyrgð mín?

Markmið áfangans er að ræða siðferðileg álitamál, læra gagnleg hugtök, efla skilning
á ólíkum sjónarmiðum og setja samræðuna í samhengi við sögu hugmyndanna. Beita
þessum hugmyndum á vandamál í lífinu.

Nokkur lykilhugtök:

Afstætt, algilt, rétt, rangt, ábyrgð, frelsi, eiginhagsmunir, kærleikur, hjálpsemi,
tilgangur, dyggð, skylda, afleiðingar, lögmál, grundvöllur, heppni, samfélagssáttmáli.

Námstilhögun:

Stefnt er að dýnamískri umræðu, skapandi verkefnum, hlutverkaleik og notkun miðla
eins og ljósmynda til að skapa skilning. Farið verður í stefnur og strauma siðfræðinnar.
Hópurinn skipuleggur siðfræðiráðstefnu.

Námsmat:

Mæting, þátttaka, verkefni.