HEIM2AA05 - Inngangur að heimspeki

Stutt lýsing á áfanganum:

Heimspeki er grein sem hefur eins og nafnið gefur til kynna allan heiminn að viðfangi. Heimspekileg iðkun snýst um að velta upp spurningum og hugleiða mögleg svör í samtali við aðra.

Markmið áfangans er að opna heimspeki fyrir ungu fólki með því að skapa vettvang til að pæla saman í heimspekilegum spurningum um lífið og tilveruna, þjálfast í rökræðum og fá aðhald og stuðning við lestur á textum.

Dæmi um vandamál sem tekin verða til skoðunar eru: Hvað gerir mig að mér? Eru aðrir til? Er til æðri veruleiki? Hvað er raunveruleiki? Hvað er þekking? Hver er tilgangur lífsins? Hvað er fegurð?

Lesnir verða kaflar eftir Platón, Aristóteles, Descartes, Hume, Kant, Mill, Sartre.

Heimspekilegar spurningar verða tengdar við menningu og umhverfi nemenda.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Eðli, veruleiki, sýnd, reynd, rök, skynsemi, réttlæti, frummyndir, orsök, reynsla, vani, vissa, efi, sjálfsvitund, hamingja, ábyrgð, frelsi, þroski, gildi, hugsun.

Námsmat:

Stefnt er að skapandi verkefnum, frjálsum efnistökum, rökstuðningi, samtali, frumkvæði og námi sem sprettur af eigin áhuga og löngun til að þroska hugsun um heiminn. Mæting, þátttaka, verkefni, lokapróf.