FRAN1CC05 - Franska 3

Stutt lýsing á áfanganum:

 Áfram er unnið með lesskilning, tal, hlustun og ritun, sem og ýmis þemu tengd frönskumælandi löndum. Nemendur auka enn við orðaforða sinn. Ný og eldri málfræðiatriði eru þjálfuð og hann getur greint í auknum mæli upplýsingar úr textum eða því sem hann heyrir. Hann getur tjáð  sig um flóknari hluti en áður. Kemur frá sér  flóknari textum en áður og um fjölbreyttari málefni.

Námsmat:

Annareinkunn gildir 50% á móti lokaprófi sem gildir 50%. Inn í annareinkunn reiknast ýmis verkefni, hlutapróf, munnleg próf og hlustunarpróf sem tekin eru jafnt yfir önnina.