FÉLA3CS05 - Alþjóðastjórnmál

Stutt lýsing á áfanganum:

Í reynd má segja að heimurinn hafi tengst saman í eitt allsherjar kerfi þar sem einn er öðrum háður. Þær ákvarðanir sem teknar eru á alþjóðavettvangi og þeir atburðir sem af þeim leiða snerta hvert mannsbarn á þessari jörð. Í áfanganum fá nemendur innsýn í alþjóðastjórnmál og um hvað þau snúast. Nemendur kynnast kenningum sem nýta má til að skoða alþjóðlega kerfið, samskipti ríkja og ákvarðanatökur. Mikilvægar vörður í átaka- og friðarsögu frá lokum seinni heimstyrjaldar til dagsins í dag eru skoðaðar og settar í samhengi auk þess sem nemendur afla sér þekkingar um málefni líðandi stundar.

Námsmat: Námsmat er í formi prófa og verkefnavinnu.