FÉLA2BA05 - Afbrotafræði

Stutt lýsing á áfanganum: 

Fjallað verður um helstu kenningar í afbrotafræði, tegundir afbrota, þróun afbrota hér á landi og viðhorf Íslendinga til þeirra. Einnig verður fjallað um refsingar og fangelsi í sögulegu ljósi og hvernig málum er háttað núna sem og umfjöllun fjölmiðla um afbrot. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og að þeir þjálfist í gagnrýnni hugsun, beiti öguðum vinnubrögðum og öðlist færni í að vinna með öðrum nemendum.

Námsmat: 

Námsmatið byggir á hlutaprófi, tímaritgerð og verkefnum sem unnin eru yfir önnina.