FÉLA2AB05 - Kynjafræði

Stutt lýsing á áfanganum: 

Í áfanganum fá nemendur tækifæri til þess að setja upp hin svokölluðu kynjagleraugu þar sem þau skoða samfélagið og sjálfið sitt með þau á nefinu. Kynjagleraugu er hugtakanotkun sem felur í sér að kenningum um valdatengsl kynja og kynhlutverka er beitt á fjölbreytta þætti, tilvruna í heild ef því er að skipta. Í kynjafræði er þannig nýju ljósi varpað á viðfangsefni sem margir skynja sem algildan sannleik eða hlautlausa sýn á heiminn. Markmið áfangans er að stuðla að vitundarvakningu með aukinni þekkingu og sjálfsvitund nemenda að leiðarljósi.

Námsmat: 

Kynjafræði er símatsáfangi, þ.e. námsmat er í formi fjölbreyttra verkefna sem skilað er jafnt og þétt yfir önnina.