ENSK3EK05 - Enskar kvikmyndir

Almenn kynning á kvikmyndafræði, þar sem farið er yfir
frásagnaraðferð og stílbrögð í kvikmyndum annars vegar og sögulega þróun og
kvikmyndagerðir hins vegar. Hollywoodmyndir á enskri tungu eru í brennidepli.
Nokkur lykihugtök áfangans: hugtök og vinnuaðferðir í kvikmyndafræði, frásagnaraðferð og
stílbrögð kvikmynda (svo sem kvikmyndataka, sviðsetning og klipping),saga kvikmynda,
mismunandi gerðir kvikmynda, lykilorðaforði, ritun, tjáning, greining
Námsmat: Símatsáfangi sem byggir á verkefnum, prófum, ritun, munnlegri færni og
ástundund.