ENSK3DG05 - Graphic Novels

Áfanginn er valáfangi á þriðja þrepi

Í þessum áfanga er farið yfir sögu og helstu hugtök
enskra myndasagna og nemendur fá að kynnast lykilhöfundum og lykilverkum
myndasagnaheimsins. Mikil áhersla er lögð á að nemendur lesi og kynnist margskonar
tegundum af myndasögum, s.s. ofurhetjusögum, ævisögum, hryllingssögum og
skopmyndum. Nemendur læra að rýna í texta og myndir og skynja tengslin þar á milli. Einnig
er mikil áhersla á sköpun og nemendur fá tækifæri til að búa til eigin myndasögupersónur og
myndasögur.


Nokkur lykilhugtök áfangans: myndasögur, myndlæsi, sköpun, helstu hugtök
bókmennta/myndasagnaumræðu, munnleg tjáning, ritun.


Námsmat: Símatsáfangi sem byggður er á skapandi verkefnum, smáprófum, ritun, texta- og
myndgreiningu, ástundun og ferilmöppu.