EFNA3CA05 - Almenn efnafræði

Staða áfanga:

Áfangann má velja sem 3. kjarnaáfanga á náttúrufræðibraut.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Áfanginn fjallar um jafnvægi í efnahvörfum (leysnijafnvægi, sýru-basa jafnvægi og oxun-afoxun) og undirstöðuatriði rafefnafræði. Lögð er mikil áhersla á beitingu jafnvægislögmála og þjálfun í útreikningum. Nemendur framkvæma og vinna úr nokkrum tilraunum, svo sem mælingu á sjávarseltu, málmjónagreiningu, títrunarferlum, ákvörðun leysnimargfeldis o.fl.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Lögmál LeChatelier, jafnvægisfasti, leysni, felling, leysnimargfeldi, jónamargfeldi, sýrur og basar, sýru- og basastig (pH og pOH), dúalausnir, oxun, afoxun, hálfhvörf, oxunartölur, stilling oxunar-afoxunarhvarfa, staðalspenna (E°), sjálfgengni efnahvarfa, rafhlöður, rafgreining, Nernst jafna .

Námsmat:

Áfanganum lýkur með lokaprófi. Prófæfingar, verkefni og verklegar æfingar eru einnig metnar til lokaeinkunnar.