EÐLI2AQ05 - Kynningaráfangi fyrir nemendur sem ekki hyggja á lengra nám í eðlisfræði

Staða áfanga:                                                                                                                                                               Áfanginn gildir sem einn af þremur raungreinaáföngum á öðrum brautum en náttúrufræðibraut. Áfanginn er ætlaður þeim sem ekki hyggja á frekara nám í eðlisfræði og er ekki undanfari fyrir efri áfanga í eðlisfræði.

Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn er kynning á nokkrum helstu viðfangsefnum eðlisfræðinnar. Fyrstu vikurnar er farið í grunnatriði aflfræði og varmafræði. Í framhaldi af því er fjallað um ýmsa eiginleika bylgja og tengt við hljóðbylgjur og ljósbylgjur. Þá er farið geislun og geislavirk efni, hvernig geislun myndast og hvers vegna hún er skaðleg. Stutt kynnning er á rafmagni en í lok áfangans er fjallað um stjörnufræði.
Nemendur gera nokkrar verklegar æfingar tengdar efni áfangans.

Nokkur lykilhugtök áfangans:
SI-einingakerfið, forskeyti, hraði, hröðun, kraftur, lögmál Newtons, vinna, stöðuorka, hreyfiorka, afl, varðveisla orkunnar, varmaorka, hitakvarðar, eðlisvarmi, bræðsluvarmi, gufunarvarmi, varmaflutningur, bylgjur, sveifluvídd, bylgjulengd, útbreiðsluhraði, tíðni, flokkun bylgja, hljóð, ljós, rafsegulrófið, atómið, agnir atómsins, óstöðugir kjarnar, hrörnun, geislun, geislavirkni, tegundir geislunar, helmingunartími, kjarnajöfnur, geislavá, hagnýting geislunar, rafhleðslur, rafstraumur, rafspenna, viðnám, einfaldar rafrásir, rafsvið, seglar, segulsvið, stjörnuhimininn, sólkerfið, sólin, lífsferill stjarna, mismunandi endalok stjarna, vetrarbrautir, þróun alheims.

Námsmat:
Í áfanganum er lokapróf en einnig taka nemendur kaflapróf inni á önninni. Verklegar æfingar og smærri verkefni eru jafnframt hluti af námsmati.