DANS3DV05 - Sjálfstætt verkefni

Stutt lýsing á efni áfangans:

Áfanginn byggir á sjálfstæðri vinnu nemenda. Nemendur hafa frjálsar hendur um val á verkefnum og vinnuaðferðum í samstarfi við og undir leiðsögn kennara. Vinnuferlið markast af kröfu um skapandi hugsun, heimildaöflun sem styðst m.a. við fræðilega texta sem tengjast viðfangsefninu. Nemendur geta valið um hvernig þeir leggja fram vinnu sína.

Námsmat:

Áfanganum lýkur með lokaverkefni. Nemandinn kynnir ferlið og lokaverkefnið fyrir kennara og prófdómara. Einnig verður metið hvernig nemandanum gekk að halda vinnuáætlun.

Einingar: 5