DANS2AA05 - Grunnáfangi í dönsku

Stutt lýsing á efni áfangans

Kennslan er miðuð við B1/B2 samkvæmt evrópsku
tungumálamöppunni. Áfanginn byggir á þeirri hæfni sem nemendur hafa tileinkað sér í
grunnskóla. Áhersla er lögð á að nemendur auki orðaforða sinn á ýmsan hátt. Stefnt er að
því að auka á færni nemanda í hlustun, tali, lestri og ritun þannig að þeir geti tjáð hugsun
sína. Í áfanganum er lögð áhersla á samvinnu nemenda, sjálfstæð vinnubrögð, ábyrgð og
skilning á eigin námi og námsvenjum. Þeman sem unnið með eru Danmörk, daglegt líf, að
byrja í menntaskóla, heilsa og umhverfi. Um er að ræða fjölbreytt efni, m.a. blaðagreinar,
smásögur, ljóð, myndefni og tónlist. Einnig verður horft á danska þáttaröð

 Nokkur lykilhugtök áfangans:

Almennur orðaforði, lestur og skilningur á smásögum,
rauntextum, blaðagreinum og myndefni. Viðfangsefnin tengjast danskri nútímamenningu,
almennri þekkingu. Nemendur vinna verkefni um Danmörku að eigin vali. Nemendur eiga að
geta tjáð sig munnlega og skriflega um almenn málefni og það efni sem verið er að fást við
hverju sinni.
Námsmat:

Lokapróf er tekið í lok annarinnar og gildir 50% af lokaeinkunn. Prófið er úr
lesnum og ólesnum textum. Nemendur verða að ná lokaprófinu með lágmarkseinkunn 5 (til
að ná áfanganum) til að fá próf og verkefni á önn metin sem hluta af lokaeinkunn. 50% af
námsmati byggir á prófum, verkefnum og ástundun nemenda yfir önnina.
Námsefni:

Textar, málfræði og verkefni sem fást hjá kennara og eru aðgengileg á INNU.
Dönsk þáttaröð.