DANS1AU05 - Undirbúningur fyrir grunnáfanga í dönsku

Stutt áfangalýsing: 

Áfanginn er undirbúningur fyrir þrep 2 og kennslan er miðuð við A2 samkvæmt evrópsku tungumálamöppunni. Áfanginn byggir á þeirri hæfni sem nemendur hafa tileinkað sér í grunnskóla. Áhersla er lögð á að nemendur auki orðaforða sinn á ýmsan hátt. Stefnt er að því að auka á færni nemanda í hlustun, tali, lestri og ritun þannig að þeir geti tjáð hugsun sína. Í áfanganum er lögð áhersla á samvinnu nemenda, sjálfstæð vinnubrögð, ábyrgð og skilning á eigin námi og námsvenjum.

Námsmat:

Byggir á frammistöðu á lokaprófi og vinnu yfir önnina. Vinna yfir önnina samanstendur af verkefnavinnu, tímaæfingum og heimaverkefnum.